Hæstiréttur staðfesti í dag sýknudóm yfir Sigurjóni Árnasyni og Elínu Sigfúsdóttur, en þau voru bæði ákærð fyrir umboðssvik.

Sigurjón var annar forstjóra Landsbankans fyrir efnahagshrunið og Elín var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans. Þau voru bæði sýknuð fyrir héraði í október 2014. Þau voru ákærð fyrir umboðssvik vegna sjálfsskuldaábyrgða, sem Landsbankinn gekkst í vegna hlutabréfakaupa í bankanum. Greint var frá þessu á RÚV nú fyrir stundu.