Ríkissaksóknari hefur áfrýjað til Hæstaréttar Íslands sýknudómi í máli sérstaks saksóknara gegn Sigurjóni Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. RÚV greinir frá þessu.

Þau voru sýknuð í héraðsdómi í október síðastliðnum af ákæru um umboðssvik, þar sem þeim var gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína þegar þau samþykktu ábyrgðir fyrir lán til eignarhaldsfélaga í Panama.

Enn er beðið dóms í öðru máli gegn Sigurjóni og undirmönnum hans í bankanum þar sem þeir voru sakaðir um markaðsmisnotkun með því að hafa handstýrt verði hlutabréfa í bankanum á skipulagðan hátt. Ekki liggur fyrir hvenær dómurinn verður kveðinn upp.