Sýknudómur EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu kom á óvart, að sögn breskra fjölmiðla. Breska ríkisútvarpsins (BBC) rifjar upp að stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafi greitt þeim sem áttu innstæður á Icesave-reikningum Landsbankans í löndunum báðum eftir að bankinn fór á hliðina í október 2008. Af niðurstöðu dómsins í morgun megi ráða að stjórnvöld í löndunum fái ekki greitt að fullu þær fjárhæðir sem lagðar voru fram til að greiða innstæðueigendum.

Eins og fram kom í máli Tim Ward, aðalmálflutningsmanni Íslands í Icesave-málinu, er niðurstaða EFTA-dómstólsins í morgun endanleg og er ekki hægt að áfrýja henni.

BBC dregur sérstaklega fram að ráðamenn hér hafi sagt niðurstöðu EFTA-dómstólsins ánægjulega.