Allar líkur benda til að grundvallarbreyting verði á neyslumynstri Íslendinga á árinu 2006, segir í frétt frá Agli Skallagrímssyni.

Samkvæmt upplýsingum IMG-Markaðsgreiningar, sem byggja á sölutölum frá um 95% af öllum mat-vöruverslunum í landinu, hefur sala á sykurlausum kóladrykkjum vaxið jafnt og þétt að undanförnu. Sterkar líkur eru á að sykurlausir kóladrykkir verði vinsælli en þeir sykruðu strax á næsta ári.

Þessa sömu þróun má sjá á hinum Norðurlöndunum, en allt bendir til að Íslendingar verði fyrstir Norður-landabúa til að drekka meira af sykurlausum kóladrykkjum en sykruðum.

Þessi niðurstaða kemur stjórnendum Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson ekki á óvart, enda hafa sykurlausir kóladrykkir verið í stöðugri sókn undanfarin ár, ekki síst eftir tilkomu drykkja á borð við Pepsi Max.

?Við finnum stöðuga aukningu í vinsældum Pepsi Max og þjóðin er greinilega að færa sig í þá áttina. Ef sama þróun heldur áfram munu sykurlausir kóladrykkir taka fram úr sykruðum í vinsældum á næsta ári" segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, í tilkynningu fyrirtækisins.

?Við teljum að þetta sé rökrétt þróun, sykurlausir gosdrykkir hafa á undanförnum árum orðið betri á bragðið og greinilegt er að þeim fjölgar sem vilja lágmarka sykur í mat og drykkjum."