*

miðvikudagur, 1. apríl 2020
Erlent 14. febrúar 2020 07:03

Sykurskert súkkulaði seldist illa

Súkkulaðistykki frá Nestle, sem innihéldu 30% minni sykur en hefðbundið súkkulaði, seldust illa og því var framleiðslu hætt.

Ritstjórn

Sælgætisrisinn Nestle hefur tekið súkkulaðistykkjalínu sem innihélt minni sykur en hefðbundið súkkulaði, úr framleiðslu aðeins innan við tveimur árum eftir að hún var kynnt til leiks. Súkkulaðið seldist illa og því sá Nestle sæng sína upp reidda. BBC greinir frá þessu.

Nestle segir að eftirspurn eftir súkkulaðinu, sem bar nafnið Milkybar Wowsomes hafi valdið vonbrigðum. Súkkulaðið innihélt 30% minni sykur en önnur Nestle súkkulaði en sú staðreynd virðist ekki hafa nægt til að laða að vinsældir frá neytendum. 

Heilbrigðisyfirvöld hafa pressað á sælgætisframleiðendur að minnka sykurmagn í vörum sínum en ljóst er að þessi tilraun Nestle skilaði ekki tilætluðum árangri.

Stikkorð: Nestle súkkulaði