Aðáendur sykurs og sykraðra matvæla munu þurfa að halda fastar um budduna í ár, ef marka má frétt breska blaðsins Independent, en þar kemur fram að vegna veðurfars verði sykurframleiðsla mun minni í ár en áður og að það muni hafa áhrif á heimsmarkaðsverð á sykri. Nú þegar hafi sykurverð hækkað um ein 45% frá því í ágúst í fyrra.

Er veðurkerfinu El Niño kennt um, en það mun hafa valdið miklum þurrkum í Indlandi, Tælandi og Kína, en þar fer stór hluti sykurframleiðslu heimsins fram. Mun þetta ekki aðeins hafa áhrif á sykurframleiðslu í ár, heldur einnig fram á það næsta.

Góðu fréttirnar eru að áður en sykurverð fór að hækka síðasta haust var það nærri botninum. Hafði það ekki verið lægra frá árinu 2008 og er verðið nú því ekki eins fjarri meðalverði og ætla mætti í fyrstu.