*

laugardagur, 26. september 2020
Innlent 10. desember 2019 16:21

Sýn hækkað um 35% á tveimur mánuðum

Hlutabréfaverð í Sýn hefur hækkað verulega eftir að hafa náð lágpunkti í október. Bréf Sýnar hafa þó lækkað um 22% frá áramótun.

Ritstjórn
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.
Eva Björk Ægisdóttir

Vart er hægt að tala um að fárviðri hafi ríkt í Kauphöll Íslands í dag þó hvesst hafi þegar leið á daginn. Úrvalsvísitalan OMXI10 lækkaði um 0,41% í viðskiptum dagsins.

Þrjú félög hækkuðu, það voru Brim, sem hækkaði um 1,27% í 411 milljóna króna viðskiptum, Arionbanki um 260 milljóna króna viðskiptum og TM um 0,98% í 120 milljóna króna viðskiptum.

Mest velta var með bréf Marel eða 576 milljónir króna sem lækkuðu um 0,32% í viðskiptum dagsins.

Bréf í Sjóvá og VÍS lækkuðu mest eða um 1,4% í viðskiptum dagsins.

Hlutabréfaverð í Sýn hefur lækkað lítillega síðustu daga eftir að hafa hækkað töluvert síðustu vikur. Hlutabréfaverð í félaginu náði lágpunkti í október í genginu 24,1 krónur á hlut þann 10. Október. Síðan þá hefur hlutabréfaverð í Sýn hækkaði um 35% og stóð í 32,45 krónum á hlut við lok viðskipta í dag.

Frá áramótum hefur hlutabréfaverð í Sýn eftir sem áður lækkað um 22% en gengi bréfa félagsins stóð í 41,8 um áramótin.