Töluverðar hækkanir voru á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar í dag en alls hækkuðu 17 félög af 20 í verði. Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,5% í um 2 milljarða viðskiptum og stendur nú í 1.810,2 stigum.

Mest hækkun varð á bréfum Sýnar sem hækkuðu um 7% í milljóna viðskiptum og bréfum Eikar sem hækkuðu um 6% í 140 milljóna viðskiptum. Þá hækkuðu bréf Iceland Seafood um 5,6% í 71 milljóna viðskiptum.

Eingungis bréf Icelandair og Brim lækkuðu í viðskiptum dagsins eða um 2,5 og 0,26% en gengi bréfa Haga stóð í stað í 79 milljóna viðskiptum.

Mest velta var með bréf Arion banka sem hækkuðu um 1,6% í 310 milljóna viðskiptum.