Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um 0,54% í tæplega 2,4 milljarða viðskiptum dagsins. Stendur vísitalan nú í 2.135 stigum. Alls hækkuðu tíu fyrirtæki í viðskiptum dagsins, sjö þeirra lækkuðu á meðan gengi þriggja þeirra stóð í stað.

Mest hækkun var á bréfum fjarskiptafélaganna Símans og Sýn eftir að greint var frá því að félögin hygðust ræða samstarf um uppbyggingu innviða auk Nova. Gengi bréfa Sýnar hækkuðu um 8,4% í 203 milljóna viðskiptum og bréf Símans um 3,7% í 695 milljóna viðskiptum sem jafnframt var mesta velta dagsins.

Flest viðskipti voru með bréf Arion banka sem hækkuðu um 3,69% í 412 milljóna viðskiptum en fjöldi viðskipta voru 23.

Mest lækkun var á bréfum Marel en þau lækkuðu um 1,6% í 183 milljóna viðskiptum. Þá lækkuðu bréf Skeljungs 1,44% í 37 milljóna viðskiptum.