Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi hækkaði um 0,56%, í samtals 2 milljarða viðskiptum í kauphöllinni í dag, og fór hún í 1.744,25 stig.

Gengi bréfa Sýnar hækkaði mest, eða um 8,11%, upp í 28 krónur, í 94 milljóna króna viðskiptum. Kvika hækkaði næst mest, eða 6,76%, upp í 7,90 krónur í 308,8 milljóna króna viðskiptum, sem jafnframt voru þriðju mestu viðskipti með bréf í einu félagi.

Þriðja mesta hækkunin var á gengi hins bankans, Arion banka, eða um 4,55%, í 389,7 milljóna króna viðskiptum, sem er næst mestu viðskiptin í kauphöllinni í dag. Gengið fór í 57,50 krónur. Mestu viðskiptin voru svo eftir sem oft áður með bréf Marel, eða fyrir 403,1 milljón krónur, en gengi bréfa félagsins lækkaði um 0,73%, niður í 547 krónur.

Gengi bréfa Haga lækkaði hins vegar mest, eða um 2,18%, niður í 47,10 krónur í þó litlum viðskiptum eða fyrir 4 milljónir króna. Reginn lækkaði næst mest, eða um 2,17%, í 175 milljóna króna viðskiptum og fór gengið niður í 18 krónur. Loks lækkaði gengi bréfa Icelandair um 2,16%, niður í 3,62 krónur í 23 milljóna króna viðskiptum.

Gengi íslensku krónunnar styrktist gagnvart Bandaríkjadal, sænsku og norsku krónunni í dag, en veiktist gagnvart evru, dönsku krónunni, breska pundinu, svissneska frankanum og japanska jeninu.

Þar af styrktist breska pundið mest, eða um 1,77%, og er það nú komið í 172,16 krónur, en evran er komin í 153,79 krónur eftir 0,19% styrkingu. Bandaríkjadalur hefur hins vegar veikst um 0,26%, niður í 138,90 krónur.