*

laugardagur, 8. ágúst 2020
Innlent 9. júlí 2020 16:50

Sýn heldur áfram að lækka

Gengi Sýnar náði sínu lægsta gengi frá skráningu félagsins í Kauphöllina í lok árs 2012.

Ritstjórn
Kauphöllin, Nasdaq
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,9% í dag en 14 af 20 félögum Kauphallarinnar lækkuðu í 1,1 milljarða króna viðskiptum. Íslenska krónan hélt áfram að veikjast gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum heims. 

Sýn lækkaði mest allra félaga eða um 2,53% í 50 milljóna króna viðskiptum og standa bréf fjarskiptafélagsins nú í 23,1 krónu á hlut sem er lægsta gengi Sýnar frá skráningu í Kauphöllina í lok árs 2012. 

Mesta veltan var með bréf Arion banka sem lækkuðu um 2,46% í 344 milljóna króna viðskiptum og standa nú í 63,4 krónum á hlut. Gengi bankans hefur lækkað um tæp 10% á síðustu tveimur vikum.  

Fasteignafélög Kauphallarinnar lækkuðu öll. Af þeim lækkaði Reitir mest eða um 0,92% í 34 milljóna viðskiptum, Eik um 0,7% í 139 milljóna veltu og Reginn um 0,58% í 15 milljóna viðskiptum. 

Stikkorð: Nasdaq Kauphöllin