Bréf Sýnar féllu töluvert í kauphöllinni í dag. Heildarvelta á aðalmarkaði nam 2,5 milljörðum, og úrvalsvísitalan hækkaði um 0,66%.

Hlutabréf í Sýn lækkuðu um 8,88% í dag og standa nú í 43,1 krónum. Eins og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr í dag þá lækkaði félagið afkomuspá sína fyrir þetta og næsta ár.

Viðskipti dagsins með bréf Sýnar námu samtals 194 milljónum króna. Mest velta var með bréf HB Granda og nam hún 578 milljónum króna, en gengi bréfa félagsins hækkaði lítillega í viðskiptum dagsins eða um 0,29%.

Mest hækkuðu bréf Eimskips, um 3,42% í 107 milljón króna viðskiptum, en þar á eftir komu bréf Marels með 2,29% hækkun í 493 milljóna viðskiptum.

13 félög af 18 lækkuðu á aðalmarkaði í dag, og aðeins þrjú hækkuðu.