*

laugardagur, 24. júlí 2021
Innlent 14. maí 2021 16:36

Sýn og Brim hækka mest

Hlutabréf Sýn og Brim komust á skrið í dag í 1,4 milljarða króna veltu á hlutabréfamarkaði.

Ritstjórn

Hlutabréf í Sýn hækkuðu mest allra skráðra félaga í dag eða um 5,33% í 19 milljóna veltu. Næst mesta hækkunin kom frá Brim en þeir eiga einnig mestu veltu dagsins. Hlutabréf félagsins hækkuðu um 4,76% í 261 milljóna veltu. Origo kom þar á eftir en bréf félagsins hækkuðu um 2,41% í 252 milljóna veltu.

Af lækkunum dagsins ber helst að nefna Icelandair, en hlutabréf félagsins lækkuðu um 1,2% í 50 milljóna veltu. Hlutabréf Haga lækkuðu næst mest eða um 1,01% í 100 milljóna veltu og hlutabréf Arion lækkuðu um 0,79% í 161 milljóna veltu. Þá lækkaði Úrvalsvísitalan um 0,34%. 

Heildarvelta á skuldabréfamarkaði nam 1,1 milljarði.