Við erum að bjóða hagstætt verð og langtímasamninga sem fáir aðrir geta boðið. Ástæðan fyrir því er sú að á öðrum mörkuðum er ekki vitað hvað mun kosta að framleiða orkuna, eins og með kolefnisgjöfum eða gasi. Við erum með endurnýjanlega orkugafa og vitum hvað þetta kostar. Við getum því fest samninga í 15 ár. Þetta sagði Hörður Arnarson á Haustfundi Landsvirkjunar. Hann sagði þennan sýnileika vera óþekktan á öðrum mörkuðum.

Staðsetning Íslands er góð og við bjóðum álfyrirtækjum upp á lóðir við hafnir sem gera flutninga mjög þægilega. Við erum á milli Evrópu og Bandaríkjanna og erum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Við bjóðum upp á örugga afhendingu sem er afar mikilvægt, sagði Hörður.

Einn dollari í hækkun samsvarar 1.500 milljónum

Hörður fór yfir hvaða áhrif hærra raforkuverð hefði á heimili og rekstur. Einn dollari í verðhækkun þýðir að 50 milljónir kæmu frá heimilum, 150 milljónir frá almennum rekstri og 1.300 milljónir frá alþjóðlegum iðnaði. Aðrgreiðslugeta Landsvirkjunar myndi því aukast um 1.500 milljónir króna á ári ef raforkuverð hækkar um einn dollara.