Ingvar Kamprad, stofnandi og aðalsprautan hjá Ikea, hefur látið lyklavöldin á fyrirtækinu í hendur þriggja sona sinna, þeirra Jonas, Mathias og Peter.

Sænska dagblaðið Expressen hefur eftir Per Heggenes, talsmanni Ingvars Kamprad, að fjölskyldunni hafi þótt það við hæfi að láta Ikea í hendur nýrrar kynslóðar sem muni bera ábyrgð á samstæðunni. Expressen bendir á að Ikea-samstæðan samanstandi af þremur einingum og skiptist stjórn þeirra niður á synina þrjá.

Ekki er vika síðan tilkynnt var um forstjóraskipti hjá Ikea en Mikael Ohlsson, sem tók við starfinu fyrir þremur árum, stendur upp úr honum í september á næsta ári. Peter Agnefjall, sem stýrir Ikea í Svíþjóð, mun taka við starfinu.

Ingvar Kamprad er auðugaðist maður Svíþjóðar. Tekjur fyrirtækisins námu tæpum 215 milljörðum sænskra króna á síðasta ári, jafnvirði fjögur þúsund milljarða íslenskra króna. Hagnaður fyrirtækisins nam fjórum milljörðum sænskra króna, tæpum 500 milljörðum íslenskra króna.