Synir tveggja ráðherra í ríkisstjórn Tyrklands hafa verið ákærðir í tengslum við gríðarlega stórt spillingarmál í landinu.

Bankastjóri ríkisbankans Halkbank og að minnsta kosti tólf aðrir hafa verið ákærðir. Hin ákærðu eru sakaðir um að misnota vald sitt og taka við mútum.

Forsætisráðherra Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hefur gagnrýnt rannsóknina og sagt hana vafasama og til höfuðs ríkisstjórn sinni.

Baris Guler, sonur innanríkisráðherrans Muammer Guler, og Kaan Caglayan, sonur ráðherra efnahagsmála Zafer Caglayan, og bankastjóri ríkisbankans Halkbank, Suleyman Aslan,  voru allir handteknir í tengslum við málið. BBC segir nánar frá málinu á vefsíðu sinni hér.