Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið App Dynamic hleypti af stokkunum í síðustu viku nýja uppfærslu á vörunni Airserver á leikjasýningunni í Tókíó (Tokyo Game Show). Uppfærslan gerir notendum kleift að streyma efni beint úr iPhone síma eða iPad spjaldtölvu beint á YouTube myndbandasíðunni í gegnum tölvu sem er búin Airserver hugbúnaðinum.

Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri sölu- og við- skiptaþróunar hjá App Dynamic, segir að fyrirtækið hafi unnið náið með Youtube að þróun lausnarinnar, en Airserver og útsendingarlausnin hafi verið kynnt í bás YouTube á ráðstefnunni í Tókíó og einnig á E3 ráðstefnunni í Bandaríkjunum í sumar.

Lausnin er aðallega hugsuð fyrir tölvuleikjaunnendur, en afar vinsælt er orðið hjá unnendum tölvuleikja að fylgjast með öðrum spilurum spila tölvuleiki í beinni útsendingu. Hingað til hefur vefsíðan Twitch verið ráðandi í þessum geira, en Google setti þjónustuna YouTube Gaming á markað fyrr á árinu og var henni beint gegn Twitch.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .