Velta bandaríska tæknirisans Apple dróst saman um 13% á öðrum fjórð­ ungi reikningsárs fyrirtækisins, sem lauk í mars. Nam hún 50,6 milljörðum dala, samanborið við 58 milljarða dala á sama tíma í fyrra. Sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir 52 milljarða dala veltu. Rekstrarhagnaður minnkaði í 10,5 milljarða dala og sala á iPhone símum dróst saman um 16% milli ára.

Þá segir í tilkynningu Apple að gert sé ráð fyrir því að velta á þriðja fjórðungi, sem lýkur í júní, verði á bilinu 41 til 43 milljarðar dala, en gert hafði verið ráð fyrir 47,4 milljarða dala veltu á tímabilinu. Óhætt er að segja að markaðir hafi tekið þessum fregnum fálega og þegar þetta er ritað hefur gengi bréfa Apple fallið um 6,4% í dag. Var gengið þá komið í 97,7 dali, en var í 104,4 dölum við upphaf viðskipta á miðvikudaginn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .