Það er óvanalegt að sýslumaðurinn í Reykjavík sé ekki búinn að afhenda lögbannsbeiðnina, segir Áslaug Björgvinsdóttir, lögmaður Applicon. Mál Applicon gegn sérstökum saksóknara var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Málið tengist notkun Seðlabankans á hugbúnaðinum SAP viðskiptamannakerfi Applicon.

Við þingfestingu í dag afhenti lögmaður Applicon saksóknara hjá sérstökum sakskóknara afrit af lögbannsbeiðni til sýslumanns. Lögmaður Applicon mun skila greinargerð í málinu 20. september.