*

laugardagur, 15. ágúst 2020
Innlent 18. júlí 2019 16:58

Systkinin í Sjólaskipum ákærð

Fjögur systkini hafa verið ákærð í máli sem virðist tengjast rannsóknum skattrannsóknarstjóra á Panamaskjölunum.

Ritstjórn
Ólafur Þór Hauksson er Héraðssaksóknari, en þegar embættið var fyrst stofnað var það kallaður sérstakur saksóknari.
Haraldur Guðjónsson

Héraðssaksóknari hefur gefið út fimm ákærur á hendur fjórum systkinum, sem oft eru kennd við útgerðarfélag þeirra Sjólaskip, að því er RÚV greinir frá. Snúa fjórar þeirra að hverju systkini fyrir sig, en ein nær til bræðranna tveggja en ekki systranna.

Efni ákæranna hefur ekki verið birt, en rannsókn embættisins beindist meðal annars að sölu á makrílútgerð þeirra á Kanarí eyjum til Samherja árið 2007. Er talið að salan hafi numið um 12 milljörðum íslenskra króna, en hún fór fram í gegnum aflandsfélög, líkt og þau sem störfuðu á Tortóla eyju í Bresku jómfrúreyjum.

Sendi skattrannsóknarstjóri viðskipti systkinanna í gegnum félög á eyjunum til héraðssaksóknara fyrir þremur árum síðan, en nöfn þeirra fjögurra voru í Panamaskjölunum sem lekið var frá lögmannstofunni Mossack Fonseca.