Byggingafyrirtækið Nesnúpur hefur fest kaup á Aflhlutum ehf., sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á tækjalausnum og tækjabúnaði einkanlega til fyrirtækja í sjávarútvegi og til verktaka í iðnaði og stóriðju. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins (SKE) sem hefur heimilað viðskiptin.

Unnar Steinn Hjaltason, aðaleigandi verktakafyrirtækisins VHE, fer með 80% hlut í Nesnúpi. Einar Þór Hjaltason og Hanna Rúna Hjaltadóttir, hluthafar VHE, fara hvor um sig með 10% hlut í Nesnúpi.

Seljendur Aflhluta eru Björn Jóhann Björnsson, Hrafn Sigurðsson og Helgi Axel Svavarsson. Björn Jóhann og Hrafn fóru hvor um sig með 40% hlut og Helgi Axel átti 20% hlut.

Í ákvörðun SKE kemur fram að Nesnúpur eigi einnig 34,6% hlut í Expeda ehf., sem sinnir rekstri hátæknifyrirtækis á heilbrigðissviði, og allt hlutafé Skarðshlíðar ehf., sem sinnir uppbyggingu á fjórum reitum í Skarðshlíðarverkefninu í Hafnarfirði.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði