Forystumenn CSU í Þýskalandi, systurflokks CDU, sem er flokkur Angelu Merkel forsætisráðherra, mæla gegn því að Ísland fái á næstunni inngöngu í Evrópusambandið. Þeir segja m.a. að Evrópusambandið eigi ekki að leika bjargvætt í efnahagskreppunni hér á landi. Þetta kemur fram í frétt í Süddeutsche Zeitung.

Í fréttinni er haft eftir forystumönnum CSU að Evrópusambandið þurfi að koma sér saman um hvernig það skuli uppbyggt áður en það velti fyrir sér frekari stækkun. Þá segir að í sameiginlegri kosningastefnu CDU og CSU sé - nema í tilviki Króatíu - frekari stækkun hafnað, í það minnsta óbeint. Þar komi fram að fyrst þurfi að fara í gegnum samþættingartímabil.

Fréttin á vef Süddeutsche Zeitung.