Með kaupum bandaríska símarisans AT&T á T-Mobile USA verður til stærsta farsímafyrirtæki Bandaríkjanna. AT&T greiðir 39 milljarða dala fyrir T-Mobile USA, sem er í eigu Deutsche Telekom. Um er að ræða ein af stærstu viðskiptum sem gerð hafa verið eftir að fjármálakrísan skall á.

Ef kaupin ganga í gegn sameinast tvö af þremur stærstu símfyrirtækjum Bandaríkjanna. Samtals eru viðskiptavinir félaganna nærri 130 milljón talsins. Það er um þriðjungi fleiri en viðskiptavinir Verizon sem er í dag stærst á markaði.  Sameining félaganna er háð samþykki yfirvalda á símamarkað. Í maí síðastliðnum vöruðu yfirvöld við frekari samruna.

AT&T greiðir 25 milljarða dala í peningum fyrir AT&T og afganginn í hlutabréfum.