Bandaríska fyrirtækið Taco Bell hyggst ráða 100 þúsund starfsmenn fyrir lok árs 2022. Skyndibitakeðjan vill starfrækja 9 þúsund útibú í Bandaríkjunum. Fyrirtækið stefnir einnig að því að selja fyrir 15 milljarða dollara fyrir árslok 2022. Það virðist því vera mikill sóknarhugur í fyrirtækinu. Frá þessu er greint í frétt Reuters .

Taco Bell, starfrækir í dag um 7 þúsund útibú í Bandaríkjunum, og í fyrra hagnaðist fyrirtækið um 2 milljarða dollara. Það starfa 40 þúsund manns hjá Taco Bell eins og stendur.