*

þriðjudagur, 22. júní 2021
Innlent 9. júlí 2019 12:11

Taconic eignast fjórðung í Arion

Helmingseigandi í Kaupþingi selur sjálfum sér helminginn af 20% eignarhlut þrotabúsins gamla undir forkaupsvirði ríkisins.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem á tæplega helming í Kaupþingi, er kaupandi að um helmingi af bréfum félagsins Arion banka sem umsýslufélag þrotabúseigna Kaupþings hefur nú selt að því er Fréttablaðið greinir frá.

Viðskiptablaðið sagði frá því í síðustu viku að salan á þeim fimmtungshlut sem Kaupþing átti enn í Arion banka á lokametrunum fyrir tæplega 28 milljarða króna, en kaupverðið hefur nú verið ákveðið 27,4 milljarðar króna, eða 75,5 krónur á hlut. Forkaupsskilyrði ríkisins miðaðist við 0,8 krónur á hverja krónu af eiginfé bankans, en verðið sem hefur verið ákveðið nú er eilítið undir því eða nálægt 0,7.

Aðrir stórir kaupendur eru fjárfestingarfélagið Stoðir hf, sem áttu fyrir 4,8% hlut, og svo Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem samkvæmt lista yfir eigendur í bankanum er ekki meðal eigenda með meira ein 1% í honum.

Aðrir lífeyrissjóðir koma einnig að viðskiptunum nú, en stærsti sjóðurinn í eigendahópnum fyrir söluna nú var Gildi - Lífeyrissjóður með tæplega 5%, og Lífeyrissjóður Starfsmanna ríkisins með tæplega 3%. Bæði Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Stapi áttu svo í kringum 1,5%.