*

þriðjudagur, 26. maí 2020
Innlent 22. september 2017 18:59

Hæfir til að fara með virkan eignarhlut

Fjármálaeftirlitið hefur metið Taconic Capital Advisors og tengda aðila hæfa til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka.

Pétur Gunnarsson
Haraldur Guðjónsson

Fjármálaeftirlitið hefur metið Taconic Capital Advisors og tengda aðila hæfa til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka. Tilkynnt var að Kaupskil, dóttufélag Kaupþings, hafði selt 29,18% hlutarfjár í bankanum til erlendra sjóða. Taconic Capital keypti 9,99% hlut í gegnum félagið TCA New Sidecar III s.a.r.l. Þetta kemur fram í frétt á vef FME. 

Fjármálaeftirlitið leggur mat á hvort sá sem hyggst eignast virkan eignarhlut sé hæfur til að fara með eignarhlutinn með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs fjármálafyrirtækis. Hægt er að lesa mat eftirlitisins hér. 

Áður hafði Fjármálaeftirlitið metið Kaupþing ehf. og Attestor Capital LLP og tengda aðila hæfa til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka. Málið var mikið í umræðunni í haust og bentu sumir á það að vogunarsjóðir væru óheppilegir eigendur íslenskra banka. Bjarni Benediktsson sagði þá að hann treysti Fjármálaeftirlitinu til að fara vel yfir söluna á bankanum og að FME myndi skoða kjölfestufjárfesta með ítarlegum hætti. Bjarni sagði að jafnframt að þetta væri efni til lengri umræðu en benti á að íslenska ríkið væri ekki að selja bankann. „Það eru þeir sem eru komnir yfir 10% og þeir munu fara í gegnum nálarauga Fjármálaeftirlitsins,“ sagði Bjarni jafnframt.

Stikkorð: Arion banki FME mat Taconic hæf