*

miðvikudagur, 27. október 2021
Viðtal, Fólk 15. júní 2016 20:00

Hinn fullkomni stjórnarmaður er ekki til

Ásthildur Otharsdóttir er sannfærð um að það felist tækifæri í því að horfa til lengri tíma.

Eydís Eyland
Haraldur Guðjónsson

Ásthildur Margrét Otharsdóttir er stjórnarformaður Marel. Hún hefur starfað sem ráðgjafi síðastliðin ár, hefur setið í stjórnum frá árunum 2010 og er það hennar helsta starf. Ásthildur er sannfærð um að mikilvægi kynjakvótans í stjórnum hafi verið til góðs en vonar að það sé tímabundið úrræði og að þess verði ekki þörf í framtíðinni. 

Ásthildur útskifaðist með viðskiptafræðipróf frá Háskóla Íslands 1992 en hún er einnig með MBA frá Rotterdam School of Management í Hollandi 1996. Ásthildur hóf starfsferilinn hjá Eimskip áður en hún byrjaði í námi. „Það var bæði gott veganesti og skemmtilegt. Ég fékk tækifæri til að prófa þar ýmis störf, bæði á sumrin, með skólanum og í tvö ár áður en ég fór í framhaldsnám,“ segir hún.

Eftir námið í Hollandi flutti Ásthildur til Kaupmannahafnar og starfaði þar í fjögur ár hjá alþjóðlegu ráðgjafafyrirtæki, Accenture að nafni. „Þar tók ég þátt í fjölbreyttum verkefnum í Danmörku, á Írlandi og í Hollandi, aðallega á sviði upplýsingatækni og fjarskipta. Eftir dvölina í Danmörku fluttumst við maðurinn minn til Bandaríkjanna í tengslum við starfið hans og bjuggum í fjögur ár í Cleveland, í Ohio.

Ásthildur segir að hún sé þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að læra og starfa erlendis, víkka sjóndeildarhringinn og öðlast innsýn í alþjóðlegt viðskiptalíf. „Minningarnar eru margar og góðar en það var líka virkilega gott að koma aftur heim.“ 

Nánar er rætt við Ásthildi M. Otharsdóttur í Áhrifakonum sem fylgir Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun.