384 milljóna króna hagnaður varð af starfsemi Tækifæris árið 2015, samanborið við 90 milljóna króna hagnað árið áður.   Heildareignir félagsins í árslok voru um 995 milljónir.

Aðalfundur félagsins var haldinn í gær. Steingrímur Birgisson var endurkjörinn stjórnarformaður og Sverrir Gestsson varaformaður.  Aðrir í stjórn eru Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Erla Björg Guðmundsdóttir og Óðinn Árnason. Er stjórnin óbreytt frá síðasta aðalfundi.

Tækifæri hf. er fjárfestingafélag sem fjárfestir í nýsköpun á Norðurlandi. Félagið er í eigu fyrirtækja og sveitarfélaga á Norðurlandi. Stærstu eigendur Tækifæris eru KEA svf., Stapi lífeyrissjóður og Íslensk verðbréf.  Íslensk verðbréf sjá um daglegan rekstur félagsins og er Jón Steindór Árnason framkvæmdastjóri Tækifæris hf.