Íbúðaverð í dýrari hverfum Lundúna hefur lækkað umtalsvert í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu Breta um útgöngu úr ESB. Í morgunpósti greiningarfélagsins IFS, kemur fram að að lækkunin nemi allt að 7,2% í hverfum á borð við Knightsbridge og Chelsea. Þessi hverfi eru oft talin með þeim dýrustu í heimi.

Um er að ræða mestu lækkanir á breskum fasteignamarkaði í nær sjö ár. Leiguverð hefur einnig lækkað, en í kjarnahverfum borgarinnar hefur lækkunun numið allt að 3,5%. Í pósti IFS kemur einnig fram að 49% aukning hafi verið á auglýstum íbúðum til leigu á öðrum ársfjórðungi 2016.