Búist er við því að Alþingi Íslendinga samþykki fríverslunarsamning við Kína í nóvember, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í ræðu sinni á fjárfestingaráðstefnunni Iceland Investment Forum í Lundúnum í morgun.

Á ráðstefnunni töldu menn almenn að áhugaverðir möguleikar fælust í fríverslunarsamningnum. Einkum til að auka möguleika á útflutningi á íslenskum vörum.

Þá var sæstrengur frá Íslandi einnig til umræðu á ráðstefnunni. Blaðamaður Viðskiptablaðsins sem er í London segir að almennt séð hafi menn verið neikvæðir gagnvart hugmyndum um uppbyggingu sæstrengs. Þeir telja meira virði í því að nota orkuna á Íslandi.