*

miðvikudagur, 24. júlí 2019
Innlent 20. nóvember 2016 16:28

Tækifæri í Úkraínu

Í nýútgefinni skýrslu Orkustfonunar kemur fram að það standi til að hefja undirbúning á nýtingu jarðhita í Úkraínu.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Í nýútgefinni skýrslu Orkustofnunar til Utanríkisráðuneytisins kemur fram að til stendur að hefja undirbúning að nýtingu jarðhita á lykilsvæðum í vesturhluta Úkraínu á grundvelli tillagna og niðurstöðu sem Orkustofnun vann.

„Í skýrslunni er talið að ýmis tækifæri séu á frekari nýtingu jarðhita í Vestur Úkraínu, þar sem jarð­ hiti, borholur og hitaveitudreifikerfi eru til staðar,“ segir í fréttatilkynningu. Ferlið framundan er í höndum State Agency on Energy Efficiency and Energy Savings í Úkraínu, og er ætlunin að efna til samstarfs milli aðila í Úkraínu og Íslandi með aðkomu alþjóðlegra fjármálastofnanna.

Stikkorð: Jarðvarmi Úkraína virkjanir