Svokölluð „boutique“ fjár­málafyrirtæki hafa sum hver staðið kreppuna bet­ ur af sér en stóru bank­arnir og taki yfirtöku­markaðurinn aftur við sér er framtíð þeirra björt. Þetta kemur fram í  grein Financial Times, sem fjallað er um í Viðskiptablaðinu.

Þegar botni yfirtökusveifl­unnar var náð um mitt ár 2012 mátti greina nokkur kaldhæðnisleg tilvik. Í júní þetta ár kynnti fyrirtækið Trian Part­ners, sem er í eigu aðgerðafjárfest­isins Nelson Peltz, hugmyndir sínar um hvernig mætti snúa við rekstri ráðgjafafyrirtækisins Lazard. Þær voru í grunninn hefðbundnar til­lögur um hagræðingu og betra stjórnskipulag. Gengi hlutabréfa Lazard var þá aðeins um helmingur af því sem það var á toppi markaðar­ins árið 2008.

Lazard var fornfrægt félag sem önnur fyrirtæki leituðu til þegar menn eins og Peltz gerðu atlögu að þeim, en þurfti nú að leita til hans. Markaðurinn í kringum yfirtökur var svo lélegur á þess­ um tíma að Lazard þurfti að skoða kostnaðarhliðina hjá sér, eins og ef um matvöruverslun væri að ræða. Staðan hefur vænkast töluvert á síðustu tveimur árum og er nú svo björt að annað lítið fjármála­ fyrirtæki, Moelis & Company, stefnir á skráningu á markað í þess­ ari viku. Þetta er fyrsta slíka skrán­ingin í mörg ár.

Greenhill var skráð á markað 2004, Lazard árið 2005 og Evercore árið 2006. Svartsýnir menn gætu séð þessa nýjustu skrán­ingu sem merki um að toppi mark­aðarins sé náð. Hlutabréf hafi hækk­að gríðarlega undanfarin misseri og að snjallir bankamenn séu nú að losa um eignir sínar meðan  þeir geta. Slíkir menn gætu hinsvegar ver­ ið að missa af góðu tækifæri í litlum bönkum, sem sérhæfa sig í ráðgjöf og eru ekki í fjármögnun eða miðl­un eins og stærstu keppinautarnir.

Þessi „boutique“ fyrirtæki hafa ver­ið að stækka markaðshlutdeild sína á kostnað stóru bankanna allt frá hruni, jafnvel í stórum flóknum við­ skiptum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .