*

mánudagur, 24. júní 2019
Erlent 13. júní 2018 11:48

Tækni mun koma í stað starfa

Bandaríska fjármálafyrirtækið Citigroup hefur nú sagt upp allt að 20 þúsund þeirra sem starfa við upplýsingstækni og rekstur.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Talið er að tækni muni kom í stað starfa mun hraðar en búist var við. Deutsche Bank hefur gefið það út að allt að helmingur starfsmanna bankans gæti þurft að víkja. Bandaríska fjármálafyrirtækið Citigroup hefur nú sagt upp allt að 20 þúsund þeirra sem starfa við upplýsingstækni og rekstur.

Framkvæmdastjóri Citigroup, Jamies Forese, sagði í samtali við Financial Times að þau störf er snúa að rekstri bankans séu vel til þess fallin að vélar geti tekið við þeim. 

Forstjóri fjárfestingasviðs Barclays, Tim Throsby, sagði jafnframt að í framtíðinni myndu færri starfsmenn afla meiri tekna samhliða aukinni sjálfvirknivæðingu. 

Framkvæmdastjóri HSBC, Samir Assaf, sagði aftur á móti að það væru ekki mörg störf sem gætu komið í stað bankamanna í fjárfestingabankastarfsemi. Þá sé frá sjónarhóli áhættustýringar ekki hægt að skera mikið niður mögulega 5-10% á næstu fimm árum. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is