Hluta­bréfa­verð í Banda­ríkjunum hækkaði heilt yfir í gær og endaði þar með lengsta bjarna­rmarkað S&P vísi­tölunnar frá því á fimm­tuga ára­tug síðustu aldar.

Örfá fyrir­tæki bera þó á­byrgð á hækkun vísi­tölunnar síðustu mánuðina eins og Amazon, Tesla og ör­flögu­fram­leiðandinn Nvidia.

Hækkun gær­dagsins var ekki nema 0,6% en það dugði til þess að dagsloka­gengið væri 20% hærra en í októ­ber og upp­fyllir því markaðs­skil­greininguna á bola­markaði.

Á sama tíma hækkaði Nas­daq um 1% og Dow Jones vísi­talan um 0,5%.

Fjár­festar og greiningar­aðilar bjuggust við því að vísi­talan myndi enda á bola­markaði í gær en stýri­vaxta­hækkun kanadíska Seðla­bankans hægði á hækkuninni, þó ekki nema um einn dag.