Mikill vöxtur hefur orðið í tækni- og hug verk a iðnaði undanfarin ár og gangi spár Samtaka iðnaðarins eftir munu gjaldeyristekjur þessa geira aukast um 15% í ár frá árinu 2014, sem er meiri hlutfallslegur vöxtur en hjá ferðaþjónustunni.

Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að útflutningstekjur þessa geira hafi numið um 160 milljörðum króna árið 2009, en útlit sé fyrir að þær verði um 290 milljarðar í ár. „Hér erum við að tala um tækni- og hugverkageirann í víðum skilningi. Sum þessara fyrirtækja eru að selja vörur, en þær byggja á rannsóknum og þróun. Má sem dæmi nefna Marel, Actavis og Össur. Þetta eru klárlega hugverkafyrirtæki, þótt söluvaran sé ekki stafræn.“

Þegar aðeins er horft á upplýsingatæknigeirann er vöxturinn síst minni þar. Útflutningur þessa undirgeira nam 44 milljörðum króna árið 2014, en miðað við fyrstu tvo fjórðunga þessa árs mun hann rétt ríflega tvöfaldast og verður að öllum líkindum um 90 milljarðar króna, að því er kemur fram í tölum sem Samtök iðnaðarins hafa tekið saman.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .