Ford Focus
Ford Focus
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Nýi Ford Focusinn hefur breyst nokkuð frá fyrri kynslóð, ekki svo mikið í hönnun heldur aðallega í byltingarkenndum tæknibúnaði. Bíllinn er útbúinn mörgum tækninýjungum sem eru sjaldgæfar í þessum stærðarflokki bíla og finnast jafnvel ekki i mun dýrari bílum.

Helsta tækniundur bílsins er að hann leggur sjálfur í stæði. Það var mjög áhugavert að sitja undir stýri og láta bílinn bakka sjálfan í stæðið. Ég steig lauslega á kúplinguna og bensíngjöfina en var ekki með hendur á stýrinu þegar bíllinn tók völdin og stýrði sjálfur inn í stæðið. Á meðan fylgdist ég með tölvuskjá í miðjustokknum sem gaf upplýsingar um gang mála og hliðarspeglunum svona til öryggis. Þar koma til aðstoðar háþróaðir skynjarar sem aðstoða ökumann í að finna stæði og eins og áður segir að leggja bílnum í stæðið. Taka skal fram að hér var um að ræða stæði sem var langsum meðfram götu en allþröngt. Þetta er stórsnjall búnaður og ekki svo dýr. Samkvæmt upplýsingum frá Brimborg, umboðsaðila Ford, kostar hann aukalega um 48 þúsund krónur. Ljóst er að margir ökumenn gætu nýtt þennan búnað þótt líklega vilji enginn viðurkenna að hann eigi í vandræðum með að leggja í stæði.

Fjörðun og stýring góð

Ford Focus er með ágæta aksturseiginleika og fjöðrunin og stýringin er nokkuð góð. Ég reynsluók Focus með 115 hestaf la dísilvél sem var sprækur og lipur í alla staði. Togið var mest 270 Nm og sex gíra beinskiptingin var í fínu lagi. Með þessari vél er eyðslan gefin upp 4,2 lítrar í blönduðum akstri og innanbæjar er eyðslan um 5,1 lítrar sem þykir hvort tveggja mjög gott. Koltvísýringslosunin er aðeins 109 gr/km. Helsta gagnrýnisefnið er hljóðeinangrunin sem er ekki alveg nógu góð. Talsvert vélarog götuhljóð barst inn í bílinn. Þá eru gluggar í minni kantinum en það er hönnunaratriði sem á móti gefur bílnum sportlegra yfirbragð en að vísu dálítið á kostnað útsýnisins.

Nánar er fjallað um Ford Focusinn í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir Tölublöð.