Um 19% íslenskra fyrirtækja nota samfélagsmiðla til að ráða starfsfólk og 30% nota samfélagsmiðla í þeim tilgangi að sjá skoðanir viðskiptavina sinna. Þetta kemur fram í Hagtíðindum Hagstofu Íslands.

Af fyrirtækjum á Íslandi eru 85% með eigin vefsíðu og þar af eru 35% með möguleika á að panta vöru eða þjónustu af vefsíðunni. Um 95% Íslendinga nota netið reglulega og hvergi í Evrópu mælist netnotkun jafn mikil og hér. Næstmest er notkunin í Noregi og Lúxemborg eða 93%. Meðaltal reglulegra netnotenda í löndum Evrópusambandsins er 72%.