Rúmlega 63% landsmanna er andvígur því að Ísland gangi í Evrópusambandið en rétt rúmlega 24% sem eru fylgjandi því, samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR á afstöðu almennings til þess inngöngu Islands í Evrópusambandið.

Fram kemur í niðurstöðum könnunarinnar að íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru hlynntari inngöngu í Evrópusambandið en þeir sem búa á landsbyggðinni. Andstaðan er hins vegar mun meiri en stuðningurinn í báðum tilvikum því 52,6% íbúa á höfuðborgarsvæðinu er andvígur inngöngu í Evrópusambandið og 72,9% á landsbyggðinni.

Þá eru 78% stuðningsfólks Samfylkingarinnar hlynnt inngöngu og tæpur helmingur stuðningsfólks Bjartrar framtíðar. Aðeins 22,3% stuðningsmanna VG styðja það. Afar lítill vilji er fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið á meðal stuðningsfólks Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Aðeins 7,7% stuðningsmanna Framsóknarflokksins er hlynntur inngöngu landsins í Evrópusambandið en 7,4% hjá Sjálfstæðisflokknum.

Könnun MMR var framkvæmd dagana 31. janúar til 6. febrúar 2013 og var heildarfjöldi svarenda 874 einstaklingar á aldrinum 18 til 67 ára.

Nánar um könnunina