Flestir þátttakenda í könnun MMR sögðust síst vilja hafa Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn eða 38,9%. 16,6% sögðust síst vilja hafa Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn, 15,1% sögðust síst vilja hafa Samfylkinguna, 13,6% sögðust síst vilja hafa Vinstri-græn. 12,3% sögðust síst vilja hafa Pírata og 3,6% sögðust síst vilja hafa Bjarta framtíð. Kemur þetta fram í könnun MMR um afstöðu almennings til þess hvaða stjórnmálaflokk sem er með þingmenn á Alþingi það myndi síst vilja hafa í ríkisstjórn.

Frá því í febrúar 2014 hefur þeim fjölgað nokkuð sem sögðust síst vilja hafa Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn. Í febrúar 2014 sögðust 23,4% síst vilja hafa Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn, borið saman við 38,9% í febrúar 2015 (miðað við þriggja mánaða rúllandi meðaltal).

Nokkur munur var á afstöðu eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Af þeim sem tóku afstöðu og studdu Framsóknarflokkinn sögðust 48% síst vilja hafa Samfylkinguna í ríkisstjórn. Af þeim sem studdu Sjálfstæðisflokkinn sögðust 31% síst vilja hafa Samfylkinguna í ríkisstjórn.

Af þeim sem studdu Samfylkinguna vildu 77% síst vilja hafa Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn. Af þeim sem studdu Vinstri-græn vildu 62% síst hafa Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn. Af þeim sem studdu Bjarta framtíð vildu 68% síst hafa Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn og af þeim sem studdu Pírata vildu 59% síst hafa Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn.