Samkvæmt nýrri könnun Gallup sem framkvæmd var fyrir Já Ísland kemur fram að tæplega 60% þeirra sem voru spurðir álits segjast vera á móti aðild Íslands að ESB.

Þá er talsverður munur á svarendum þegar litið er til aldurs þeirra - helst eru það yngsti og elsti aldurshópurinn sem er hvað neikvæðastur í garð aðildarinnar - hópar einstaklinga á aldrinum 18-24 ára og 55 ára eða eldri.

Athygli vekur að því lægri laun sem svarendur hafa á mánuði, því andvígari aðildinni eru þeir - allt að 86% þeirra sem eru með minna en 250 þúsund krónur í tekjur á mánuði eru andsnúnir aðild. Hins vegar eru þeir sem eru með milljón eða meira í laun á mánuði 53% samþykkir aðildinni.

Sama þróun gildir um menntun - því menntaðra sem aðspurðir voru, því líklegra var að þau væru fylgjandi aðildinni. Heill 21 prósentustiga munur er á fólki sem aðeins hafði lokið grunnskólaprófi og fólki sem er með háskólapróf.

Hvað varðar stjórnmálaskoðanir aðspurðra eru stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks ólíklegastir til að styðja aðildina - eða um 90% þeirra. Þá eru 92% Samfylkingarfólks fylgjandi því að Ísland gangi í sambandið. 67% Pírata eru þá einnig fylgjandi.