Af þeim 799 þúsund tonnum af úrgangi sem mynduðust á Íslandi á árinu 2014 fóru 621 þúsund tonn, eða 78% í endurvinnslu eða aðra endurnýtingu samkvæmt tölum Hagstofunnar .

174 þúsund tonn, eða tæp 22%, var fargað með brennslu eða urðun, orkan af brennsunni var nýtt í tilviku brennslu 3.819 tonna.

90 af hundraði efnaúrgans endurunninn

Mest af heildarúrganginum var jarðvegur eða 326 þúsund tonn, sem nemur 41% af heildarmagninu. Hann var allur nýttur í landmótun, utan 194 tonna af menguðum jarðvegi sem var urðaður.

Blandaður heimilisúrgangur nam 120 þúsund tonnum en 99% af honum voru urðaðir eða brenndir án orkunýtingar.

Efnaúrgangur frá málmvinnslum nam 87 þúsund tonnum, en 90% af honum fóru til endurvinnslu, en tæplega 10% voru brennd eða urðuð.