Tekjuhalli á rekstri Landspítala – háskólasjúkrahúss nam 1.484 milljónum á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi sem var birtur í dag. Greidd laun námu 31,86 milljörðum króna og fjárfesting í tækjabúnaði nam tæplega 1,3 milljörðum króna.

Tekjuhalli árið á undan var 16,4 milljónir króna og því hefur hallinn á rekstrinum nítíufaldast á milli ára. Þrátt fyrir það var framlag úr ríkissjóði 2,7 milljörðum lægra árið á undan. Greidd gjöld hækka aftur á móti um 4,6 milljarða á milli ára.

Hér má nálgast ársskýrslu og ársreikning Landspítalans.