Velta á hlutabréfamarkaði í mars var 16,9 milljarðar króna og hefur hún ekki verið minni síðan í júlí á síðasta ári, að því er fram kemur í Greiningu Íslandsbanka. Mest velta var með Icelandair og TM. Velta í mars mánuði á síðasta ári var einnig töluvert lítil miðað við aðliggjandi mánuði líkt og nú. Nokkuð líklegt er að ástæða lítillar veltu í marsmánuðum þessara ára megi rekja til væntra nýskráninga á vormánuðum.

Í apríl hefjast viðskipti með Sjóvá og HB Granda. Miðað við markaðsvirði Sjóvá á lokagengi B bókar félagsins og m.v. gengi HB Granda við lok fyrsta ársfjórðungs sem lá innan útboðsbils félagsins mun hlutabréfamarkaður stækka um u.þ.b. 16% við skráningu þessar félaga.