Alls var 552 kaupsamningum þinglýst í október, sem er 3,4% meira en í september samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá íslands. Heildarvelta á fasteignamarkaði nam 18,8 milljörðum króna og var meðalupphæð á hvern kaupsamning 34 milljónir króna. Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 12 milljörðum, viðskipti með eignir í sérbýli 4,8 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir 2 milljörðum króna. Veltan minnkar um  0,6% frá í september.

Makaskiptasamningar voru 22 í október eða 4,3% af öllum samningum. Í september voru makaskiptasamningar 19 eða 3,8% af öllum samningum. Í október 2013 voru makaskiptasamningar 21 eða 3,9% af öllum samningum. Makaskiptasamningur er þegar hluti kaupverðs er greiddur með annarri fasteign. Upplýsingar um makaskiptasamninga eiga eingöngu við um íbúðarhúsnæði.

Þegar október er borinn saman við október í fyrra fækkar kaupsamningum um 3,3% og velta eykst um 0,2%. Í október 2013 var 571 kaupsamningi þinglýst, velta nam 18,7 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 32,8 milljónir króna.