*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Erlent 19. júlí 2021 11:01

Tæplega 2 þúsund milljarða yfirtaka

Fjarfundarforritið Zoom er í viðræðum um kaup á bandaríska fyurirtækinu Five9 fyrir 15 milljarða dollara.

Ritstjórn
Fjarfundarforritið Zoom naut góðs af faraldrinum.
epa

Fjarfundarforritið Zoom, sem óx ásmegin í faraldrinum, mun taka yfir bandaríska tæknifyrirtækinu Five9 fyrir 14,7 milljarða dollara, rúmlega 1,8 þúsund milljarða króna. Wall Street Journal greinir frá.

Zoom fjármagnar kaupin með eigin hlutabréfum en þau hafa hækkað um tæp 300% frá því í ágúst 2019. Kaupin marka jafnframt fyrstu milljarða dollara yfirtöku fyrirtækisins en það leitar nú ný nýrra leiða til að afla tekna í kjölfar þess að starfsfólk snýr í vaxandi mæli aftur á vinnustaði sína.

Sjá einnig: Velta Zoom þrefaldaðist

Fyrirtækið Five9 býður á símkerfaþjónustu í gegnum netið, með svokallaðri skýjaþjónustu, en tækni þess og samskonar fyrirtækja óx mikið í faraldrinum. Til að mynda þurftu fyrirtæki sem starfrækja þjónustuver að flýta innleiðingu tækninnar í kjölfar þess að starfsfólk neyddist til að vinna að heiman frá.

Þetta er næst stærsta yfirtaka ársins í tæknigeiranum á eftir yfirtöku Microsoft á Nuance Communications en Microsoft borgar um tvö þúsund milljarða fyrir. 

Stikkorð: Zoom Five9