Velta á hlutabréfamarkaði í Kauphöll Íslands í október nam 19,7 milljörðum króna sem samsvarar 855 milljónum króna á dag. Þetta kemur fram í Morgunpósti IFS greiningar.

Dagleg velta í mánuðinum á undan var 929 milljónir króna þannig að hún dróst saman um u.þ.b. 8% á milli mánaða. Hins vegar var hún ríflega tvöföld á við sama mánuði í fyrra.

Icelandair bar höfuð og herðar yfir önnur félög í veltu eins og oft áður en viðskipti urðu með bréf félagsins fyrir 8,6 milljarða króna Úrvalsvísitalan hækkaði mjög myndarlega á tímabilinu að þessu sinni eða um 3,8%.