Við fengum raunar þau svör að internetið hér væri fullt,“ segir aðili í ferðaþjónustu í Mývatnssveit sem ekki hefur fengið áreiðanlega internettengingu á heimili sitt eða vinnustað. Íbúar á ýmsum svæðum landsbyggðarinnar hafa ekki aðgang að stöðugri internettengingu en úrbætur á því hafa lengi verið á stefnuskrá stjórnvalda.

Fjarskiptasjóður réðst árið 2009 í það verkefni að bjóða háhraðanettengingar fyrir þá sem höfðu engar internettengingar og heldur stofnunin lista yfir þá staði sem falla undir verkefnið. Til að vera hluti af verkefninu þá þurfa markaðslegar forsendur að koma í veg fyrir að háhraðanet sé í boði á staðnum auk þess sem staðurinn þarf að vera lögheimili með heilsársbúsetu eða húsnæði með atvinnustarfsemi lögaðila allt árið. Samkvæmt uppfærðum staðalista nú í júní voru 1.654 heimili og fyrirtæki á listanum. Þessir ótengdu staðir eru til dæmis í Þingeyjarsveit, Vopnafjarðarhreppi, Vesturbyggð, Strandabyggð, Skagafirði og víðar. Utan þessa eru fjölmörg heimili og fyrirtæki í þéttbýli og á landsbyggðinni sem hafa lélega eða óáreiðanlega tengingu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.