Sjónvarp Símans var stærsta áskriftarsjónvarpsstöð landsins á meðan EM 2016 í knattspyrnu fór fram, en úrslitaleikurinn á milli Portúgals og Frakklands verður spilaður á sunnudag. Þetta segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Miðla og markaðar hjá Símanum, í samtali við Morgunblaðið .

Tæplega 30.000 manns fengu sér áskrift að sjónvarpsstöð sem eingöngu sýndi leiki Evrópumótsins og umfjöllun tengda mótinu á meðan því stóð. Að sögn Magnúsar fór áhorfið fram úr væntingum.

,,Þetta er meira en stóðst væntingar og samkvæmt þeim tölum sem ég kemst næst þá var þetta stærsta áskriftarstöð landsins síðasta mánuðinn," segir Magnús. Hafi það verið langt yfir væntingum.