Velta með hlutabréf í Icelandair Group nemur 367 milljónum króna, þegar þetta er skrifað klukkan fimm mínútur í tólf á hádegi. Gengi þeirra hefur hækkað um 0,3%.

Fyrr í morgun sendi fyrirtækið frá sér tilkynningu um að ef að af verkfalli flugmanna félagsins verður þá gæti það kosta á bilinu 1,5-1,7 milljarða. Velta með bréf í Eimskip nemur 154 milljónum og hefur gengið hækkað um 0,4%. Velta með bréf í Marel nemur 116 milljónum króna og hefur gengi bréfa lækkað um 0,46%.

Eðli málsins samkvæmt hefur lítil velta verið á skuldabréfamarkaði enda stöðvaði Fjármálaeftilitið viðskipti með skuldabréf Íbúðalánasjóðs. Þó nemur velta með bréf í flokknum RIKS 21, sem eru verðtryggð ríkisskuldabréf, 755 milljónum króna.