Íslenski kórinn Árstíðir nýtur nú athygli erlendra fjölmiðla eftir að myndskeið af söng þeirra á þýskri járnbrautarstöð birist á YouTube. Greint er frá söngnum og myndskeiðið birt á vefnum America online.

Á myndskeiðinu sést kórinn syngja sálminn Heyr himna smiður eftir Kolbein Tumason við lag Þorkels Sigurbjörnssonar.  Sálmurinn er frá árinu 1208 og er elsti sálmur á Norðurlöndunum.

Í frétt AOL segir að frá því að myndskeiðinu var hlaðið inn á YouTube hafi 415 þúsund manns horft á það. Sú tala er nú komin upp í tæp 425 þúsund.

Hér að neðan má horfa á myndskeiðið.